close

Med Jotnum Lyrics & Chords By Skálmöld

LyricsView Chords

Æsist jötunn, eðlishvöt
oss frá glötun bjargar.
Rífur göt á feld og föt,
flensar kjöt og sargar.

Skriðjöklar gnauða og skrafa í myrkrinu,
skjálfti um höfðana fer.
Koma þau skríðandi úr kafi,
kafloðin skrímslin úr hafi.
Bryðjandi grjótið og bergið og þúfurnar,
brestur í öllu sem er.
Stætt er þá engum á ströndum.
Storknað er blóðið á höndum.

Ver oss vökull
Vatnajökull.
Dansar dátt mey.
Dyrhólaey.

Vaknar í látunum vinur úr dvala
og veður í óvinaskaut.
Hann er með konu á herðum,
hér vinnur bóginn á sverðum.
Stafnum í jörðina stingur hann hamrammur,
stökkva þá dýrin á braut.
Brotnaði risinn úr bergi,
berserkur hvikar nú hvergi.

Skelfur jörð.
Skelfur þar jörðin er skellur
skaftið á hraunlagðar hellur.
Stendur vörð.
Stendur hann vörð þegar steðjar að hætta.
Hann stendur með okkur og fellur.

Falla lauf.
Falla þá laufin að foldu.
Frjósa lík saman við moldu.
Birtan dauf.
Birtan er dauf þegar bardaga lýkur.
Þar bíða þau tvö sem að þoldu.

Brotnar sjór.
Brotnar þá sjórinn á bergi,
bátarnir þoldu víst hvergi.
Hverfur mór.
Hverfur af mórinn en hvitslegin björgin
víst hvíla á eldgömlum mergi.

Kólnar blær.
Kólnar svo blærinn og kreppir.
Kverkunum risinn ei sleppir.
Losna klær.
Losnar um klær þegar lífið út fjarar
og Loki þá óvininn hreppir.

Halda bönd.
Halda þau bönd er við hnýttum,
heiðrum þær stundir er nýttum.
Jötnahönd.
Jötna- með hönd var þar járnstafur reistur,
í jarðvegi lenti hann grýtt um.

Sofna börn.
Sofna loks börnin er sekkur
sólin við fjarlægar brekkur.
Bæjartjörn.
Bæjarins tjörn tekur blásvartan skugga
er bergrisinn úr henni drekkur.

Jötnahönd, járn- með vönd.
Jökull skelfur, freyðir strönd.
Jafnan halda engin bönd.
Jötnahönd, jötnahönd.

Jötnahönd, járn- með vönd.
Jörðin opnast, sökkva lönd.
Jakar íss við sjónarrönd.
Jötnahönd, jötnahönd.

Tracks related to med jotnum - skálmöld

einhärjar

by: king of asgard

yarilo

by: arkona

lead my ship

by: adorned brood

gullveig

by: black messiah

irminsul

by: black messiah

bragarful

by: xiv dark centuries

julenzeit

by: xiv dark centuries

ironbound

by: einherjer

wolf-age

by: einherjer

inis mona

by: eluveitie

blut im auge

by: equilibrium

met

by: equilibrium

heathen foray

by: falkenbach

eweroun

by: falkenbach

jaktens tid

by: finntroll

glut zu flamme

by: heathen foray

thursenhain

by: gernotshagen

karl den store

by: glittertind

nehalennia

by: heidevolk

ostara

by: heidevolk

regnið

by: heljareyga

skálmöld

More by skálmöld

close
Sign in person Home A to Z All Artists Top Artists Top Tracks